torsdag den 5. november 2009

Mikið var að einhver hjálpaði mér að skrifa!

Hæ öll sömul. Langt síðan mamma hefur hjálpað mér að skrifa. Í haustfríinu fórum við til Árósa að versla í Ikea og ég fékk stóla og borð í herbergið mitt sem ég er mjög ánægð með. Nú get ég litað inní herbergi. Síðan fórum við og heimsóttum Árnýu, Rakel og Aniku og fengum pönnukökur og ostaköku (sem ég mátti ekki smakka:-( Eftir kaffi fórum við til öll til Eldars, Sindra og Dilju og þar voru Anna Gerður og Begga nýkomnar úr bæjarferð. Sunneva, Vordís, ég, mamma og pabbi voru síðan í mat og keyrðum svo heim um áttaleytið og þá gat ég ekki haldið mér vakandi lengur. Mamma og pabbi gleymdu auðvitað að taka myndavél með.
Um helgina er ég að fara til afa og ömmu í Astrup að heilsa upp á Jakob frænda sem kemur í heimsókn. Segji meira frá því síðar. Svo er Sunneva búin að lofa að baka afmæliskökuna mína þegar sá dagur kemur. Ég hlakka voða til, því ég fæ svo sjaldan köku. Amma Kolla leyfði mér að smakka köku í sumar og hún var rosagóð.
Kveðjur frá hinum, Freya

7 kommentarer:

Freya sagde ...

Er alltaf í sömu peysunni eins og þið sjáið:-)

Netfrænkan sagde ...

það er nú allt í lagi að eiga uppáhaldspeysu ;) en þú heppin að Sunneva ætli að baka afmælisköku handa þér :D já og til hamingju með nýju húsgögnin þín!
Knús og kossar til ykkar allra
Guðlaug frænka xxxx

Anonym sagde ...

Elsku Freya til hamingju með daginn, bíð spennt eftir afmælismyndum

kv. Málfríður frænka

Anonym sagde ...

Til hamingju með daginn elsku Freya, njóttu þess í botn að fá afmælisköku, hún verður örugglega rosalega góð hjá Sunnevu. Vildi að ég gæti verið með ykkur, en bíð í ofvæni eftir afmælismyndu,
Knús og kossar,
Kristín frænka

Netfrænkan sagde ...

Til hamingju með afmælið sætust! Hlakka til að sjá myndir úr afmælinu :)
Knús frá Guðlaugu frænku

Anonym sagde ...

Bíð eenþá spennt!!!!!!!!!!!

Anonym sagde ...

myndir, myndir!!!!
kv. Málfríður