søndag den 27. december 2009

Snæfinnur Snjókarl!!

Hæ öll sömul! Takk fyrir góðar gjafir og kveðjur!


fredag den 20. november 2009

torsdag den 5. november 2009

Mikið var að einhver hjálpaði mér að skrifa!

Hæ öll sömul. Langt síðan mamma hefur hjálpað mér að skrifa. Í haustfríinu fórum við til Árósa að versla í Ikea og ég fékk stóla og borð í herbergið mitt sem ég er mjög ánægð með. Nú get ég litað inní herbergi. Síðan fórum við og heimsóttum Árnýu, Rakel og Aniku og fengum pönnukökur og ostaköku (sem ég mátti ekki smakka:-( Eftir kaffi fórum við til öll til Eldars, Sindra og Dilju og þar voru Anna Gerður og Begga nýkomnar úr bæjarferð. Sunneva, Vordís, ég, mamma og pabbi voru síðan í mat og keyrðum svo heim um áttaleytið og þá gat ég ekki haldið mér vakandi lengur. Mamma og pabbi gleymdu auðvitað að taka myndavél með.
Um helgina er ég að fara til afa og ömmu í Astrup að heilsa upp á Jakob frænda sem kemur í heimsókn. Segji meira frá því síðar. Svo er Sunneva búin að lofa að baka afmæliskökuna mína þegar sá dagur kemur. Ég hlakka voða til, því ég fæ svo sjaldan köku. Amma Kolla leyfði mér að smakka köku í sumar og hún var rosagóð.
Kveðjur frá hinum, Freya

fredag den 25. september 2009

Vordis ad kenna Freyu ad posa!

Vordís: Freya! Getur þú pósað fyrir mig?

Freya: Ja! 

Eins og þið sjáið er Vordís að kenna mér fyrsætutækni. Vordís er búin að vera hjá okkur síðan á sunnudaginn og verður þangað til á morgun, en þá koma pabbi og Sunneva heim frá Swiss. Ég er orðinn rosa dugleg að leika út á leikvelli og er rosa mikið úti á hverjum degi enda heldur mamma að ég sé að fá kvef, því ég svaf svo illa í nótt og fékk að sofa upp í hjá mömmu í nótt þannig að Vordís þurfti að flytja sig upp í herbergið hennar Sunnevu. Ha ha loksins fékk ég að sofa hjá mömmu. 
Bið að heilsa öllum og mamma líka.
Knus Freya


mandag den 7. september 2009

Fyrsta klippingin mín!







Á laugardaginn fór ég í fyrsta skipti í klippingu og gekk voða vel! Ég sat alveg róleg í 20 mínútur meðan Birna sprautaði vatni í hárið á mér og klippti og blés í lokinn.

Seinnipartinn á laugardaginn fóru mamma, Sunneva og ég í heimsókn út í Lille Vorde þar sem Dóra og René eiga heima og ég lék við Evu alveg til kl. hálf 11 um kvöldið en þá fórum við heim af því ég var orðinn svo þreytt og steinsofnaði um leið og ég kom heim.
Pabbi hann var í Árósum á laugardaginn að horfa á fótbolta með vinum sínum.
Allir biðja að heilsa....bless Freya




torsdag den 27. august 2009

Hallo hallo

Finnur að meðhöndla David fyrir áblæstri:-) David fannst það ekki eins skemmtilegt og myndin gefur til kynna.
Hæ hæ!
Mamma er búin að leita logandi ljósi af myndum frá hestaferð og kom í ljós að enginn hafði tekið myndir af því. En Guðlaug frænka tók vídeo fyrir mömmu svo það kemur smá sena frá hestunum þegar mamma er búin að klippa það til. Húsið hjá Dagmömmu minni er ennþá í viðgerð svo við erum bara úti í garði allan daginn meðan veðrið er gott. Ekki víst hvenær við fáum að koma inn. Ég fór til læknis í gær og var víst með smá sýkingu í auganu og finnst ekki skemmtilegt þegar mamma og pabbi eru að pína mig með augnkreminu sem ég þarf að fá tvisvar á dag í 7 daga.
Í gær var ég heima hjá mömmu af því að við fórum til læknis, og svo kom Sunneva og pabbi, og stuttu seinna Vordís og mamma bakaði pönnukökur og Vordís kubbaði með mér. En ég er orðin rosalega dugleg að kubba með legokubbum (verð að láta taka mynd af afrekum mínum svo þið getið séð).
Um helgina ætlar mamma að hjálpa Mai að flytja og pabbi æltlar að hjálpa afa Josef í húsinu þeirra og á meðan er ég hjá ömmu Ase. Ég hlakka voða til:-) alltaf gott að borða og mikið að gera. Síðasta sunnudag vorum við í afmæli hjá Josef afa og var langamma og Jakob þar líka en ég hef ekki séð þau síðan ég kom heim frá Íslandi.
Mamma, pabbi, Sunneva og Vordís biðja að heilsa.

Bæó Freya

torsdag den 13. august 2009

Lítil kveðja


Freya með köttinn í hringekjunni hennar ömmu!

Freya að gera æfingar með Óla!



Hæ hæ öll sömul! Nú er ég byrjuð hjá dagmömmu aftur. Fyrst var ég hjá gestadagmömmu í viku og svo fór ég til Piu en svo kom svo mikil rigning að húsið lak og þarf að skipta um þak og gólf svo nú er ég aftur hjá gestadagmömmu. Pabbi er byrjaður að vinna og mamma ennþá að leita af vinnu. Það var gaman að koma heim í sumar og ég hlakka til þess að koma næst.
Bless bless Freya

mandag den 29. juni 2009

Ferðaplön mömmu og pabba!

Sól og sumar í gardinum heima!

Við fljúgum heim til Íslands þann 8. júlí og aftur til baka til Danmerkur þann 26. júlí. Annað er ekki búið að áhveða þ.e. hvar og hvenær við erum hvar og hvenær:þ)

torsdag den 25. juni 2009

mandag den 22. juni 2009

Farfars og farmors rejseplan

Hej her kommer farfars og farmors rejseplan:-)

De rejser fra DK den 27 juni og stopper på Færøerne i 3 dage og ankommer så til Island (Seydisfjordur) kl. 9 om formiddagen den 2. juli. De overnatter ved moster Kristin den første nat i Egilsstadir og kører til Akureyri den 3. juli. Der har de muligheden for at overnatte i 3 eller 4 nætter. Turen fortsætter så til Reykjavik den 6. eller 7. juli hvor de bor ved moster Gudlaug indtil den 11. juli hvor turen fortsætter mod Egillstadir med en overnatning på vejen. Den 12. juli ankommer de til Egilsstadir og sejler til Danmark den 16. juli.

Moster Kristin adr: Midgardur 4B, 700 Egilsstadir tel. 00354 4711227 eller 00354 8201763

Moster Gudlaug adr: Einholt 11 105 Reykjavik tel. 00354 5626846 eller 00354 8617846


Mor og far i Italien

onsdag den 10. juni 2009


Hæ hæ öll sömul! Mamma og pabbi eru komin heim frá Ítalíu og ég var voða dugleg hjá afa og ömmu á meðan. Það var voða gaman og ég fór líka í heimsókn til langömmu sem átti afmæli og varð 86 ára. Vordís systir er í prófum og fer bráðum í sumarfrí og við förum í sumarfrí þann 27. júni. Sunneva er búin að klippa og lita á sér hárið þannig að ég ætlaði ekki að þekkja hana. Hlakka til þess að sjá ykkur. Bless bless

fredag den 15. maj 2009

Kveðjur

Fyrsta sandkassadótið. Voða gaman!



Elska sólhattinn minn!


Ég og vinur minn póstmaðurinn Páll á rútinum.

Það eru ekki komnar neinar myndir enn af fermingunni hennar Sunnevu, en mamma setur þær inn svo fljótt og þær koma! Núna á Sunneva líka myndavél svo það getur vel verið að hún setji inn einhverjar myndir. Bið að heilsa öllum og gaman að sjá alla í fermingunni!
Knús Freya

onsdag den 8. april 2009

Gleðilega páska!


Anika frænka í heimsókn!

Ég er orðin svo dugleg að ganga - líka alein!

Hjá geitunum í dýragarðinum!

Mamma, pabbi og Sunneva óska öllum gleðilegra páska!
Kossar og knús og páskakveðjur frá Freyu:-)

mandag den 30. marts 2009

tirsdag den 24. marts 2009

Hæ öll sömul - loksins nýjar myndir:þ)


Mynd af mér og Vordísi í dýragarðinum! Það var rosa gaman að sjá öll þessi skrítnu dýr. Mamma keypti heilsárskort svo við eigum eftir að fara oft aftur.


Sunneva átti afmæli 14. mars og við héldum kökuboð og það komu margir gestir og Sunneva fékk margar gjafir og það var rosa gaman.



Slappa af í sóffanum með fjölskyldunni á föstudagskvöldi!


Stórt knús!

søndag den 22. marts 2009

Pabbi var að fá sér nýjan síma!

Það er bara hægt að taka upp 10 sek vídeo á símanum:þ)

Vordís, ég og mamma fórum í dýragarðinn í morgunn. Það var í fyrsta skipti sem ég var þar og það var svo gaman að ég svaf í 3 tíma á eftir. Mamma er að baka pizzu í matinn svo ég verð að þjóta en það koma nýjar myndir fljótlega.

Bless bless Freya

mandag den 9. marts 2009

Síðasta nóttin á Næssundvej!

Er byrjuð að ganga svona þegar ég nenni!

Mamma og pabbi eru búin að vera á fullu að mála nýju íbúðina okkar, pakka og flytja. Á morgun sofum við í fyrsta skipti á Vilsundvej 127.
Á morgun er ég að fara í sprautu og hlakka ekki til, aldrei gaman að vera stunginn!
Ég læt vita þegar mamma og pabbi eru búin að koma sér fyrir á nýja staðnum og segi bless í bili!

Knús og kram Freya

søndag den 15. februar 2009

Á leiðinni í sumarhús

Hæ hæ!

Erum að pakka og á leiðinni í sumarhús! Það snjóar smá. Æltum á Nordsömuseet á morgun í Hirtshals að skoða hákarla!
Bless bless

torsdag den 12. februar 2009

Bara að segja HÆ!



Hæ Hæ!

Á morgun byrjar vetrarfrí hja okkur. Við ætlum í sumarhús á sunnudaginn fram á miðvikudag! Verður örugglega voða gaman. Bless í bili!

Er að æfa mig á rugguhestafílnum sem ég fékk í afmælisgjöf frá Mai:þ)