torsdag den 27. august 2009

Hallo hallo

Finnur að meðhöndla David fyrir áblæstri:-) David fannst það ekki eins skemmtilegt og myndin gefur til kynna.
Hæ hæ!
Mamma er búin að leita logandi ljósi af myndum frá hestaferð og kom í ljós að enginn hafði tekið myndir af því. En Guðlaug frænka tók vídeo fyrir mömmu svo það kemur smá sena frá hestunum þegar mamma er búin að klippa það til. Húsið hjá Dagmömmu minni er ennþá í viðgerð svo við erum bara úti í garði allan daginn meðan veðrið er gott. Ekki víst hvenær við fáum að koma inn. Ég fór til læknis í gær og var víst með smá sýkingu í auganu og finnst ekki skemmtilegt þegar mamma og pabbi eru að pína mig með augnkreminu sem ég þarf að fá tvisvar á dag í 7 daga.
Í gær var ég heima hjá mömmu af því að við fórum til læknis, og svo kom Sunneva og pabbi, og stuttu seinna Vordís og mamma bakaði pönnukökur og Vordís kubbaði með mér. En ég er orðin rosalega dugleg að kubba með legokubbum (verð að láta taka mynd af afrekum mínum svo þið getið séð).
Um helgina ætlar mamma að hjálpa Mai að flytja og pabbi æltlar að hjálpa afa Josef í húsinu þeirra og á meðan er ég hjá ömmu Ase. Ég hlakka voða til:-) alltaf gott að borða og mikið að gera. Síðasta sunnudag vorum við í afmæli hjá Josef afa og var langamma og Jakob þar líka en ég hef ekki séð þau síðan ég kom heim frá Íslandi.
Mamma, pabbi, Sunneva og Vordís biðja að heilsa.

Bæó Freya

torsdag den 13. august 2009

Lítil kveðja


Freya með köttinn í hringekjunni hennar ömmu!

Freya að gera æfingar með Óla!



Hæ hæ öll sömul! Nú er ég byrjuð hjá dagmömmu aftur. Fyrst var ég hjá gestadagmömmu í viku og svo fór ég til Piu en svo kom svo mikil rigning að húsið lak og þarf að skipta um þak og gólf svo nú er ég aftur hjá gestadagmömmu. Pabbi er byrjaður að vinna og mamma ennþá að leita af vinnu. Það var gaman að koma heim í sumar og ég hlakka til þess að koma næst.
Bless bless Freya