fredag den 25. september 2009

Vordis ad kenna Freyu ad posa!

Vordís: Freya! Getur þú pósað fyrir mig?

Freya: Ja! 

Eins og þið sjáið er Vordís að kenna mér fyrsætutækni. Vordís er búin að vera hjá okkur síðan á sunnudaginn og verður þangað til á morgun, en þá koma pabbi og Sunneva heim frá Swiss. Ég er orðinn rosa dugleg að leika út á leikvelli og er rosa mikið úti á hverjum degi enda heldur mamma að ég sé að fá kvef, því ég svaf svo illa í nótt og fékk að sofa upp í hjá mömmu í nótt þannig að Vordís þurfti að flytja sig upp í herbergið hennar Sunnevu. Ha ha loksins fékk ég að sofa hjá mömmu. 
Bið að heilsa öllum og mamma líka.
Knus Freya


mandag den 7. september 2009

Fyrsta klippingin mín!







Á laugardaginn fór ég í fyrsta skipti í klippingu og gekk voða vel! Ég sat alveg róleg í 20 mínútur meðan Birna sprautaði vatni í hárið á mér og klippti og blés í lokinn.

Seinnipartinn á laugardaginn fóru mamma, Sunneva og ég í heimsókn út í Lille Vorde þar sem Dóra og René eiga heima og ég lék við Evu alveg til kl. hálf 11 um kvöldið en þá fórum við heim af því ég var orðinn svo þreytt og steinsofnaði um leið og ég kom heim.
Pabbi hann var í Árósum á laugardaginn að horfa á fótbolta með vinum sínum.
Allir biðja að heilsa....bless Freya