mandag den 22. marts 2010

lørdag den 6. marts 2010

Kristin frænka í heimsókn





Hæ öll sömul!

Í febrúar kom Kristín frænka í heimsókn og það var voða gaman og ég hlakka voða til að koma í heimsókn til Íslands í sumar. Krístin passaði mig af því að ég var meidd í fætinum og gat ekki farið til dagmömmunar. Síðan fór Kristín og mamma með mig að kaupa öskudagsbúin því það var öskudagsball í "legestuen". Ég var trúður og það var rosa gaman og við fengum rúsinur þegar við vorum búin að slá köttinn úr tunnunni.
Á laugardeginum fórum við með lest til Árósa og heimsóktum Eldar Bóas, Aniku og alla hina frændur og frænkur og ég var dauðþreytt þegar ég kom heim. Á sunnudeginum heimsóktum við langömmu í Fjeritslev og þar voru farfar og farmor, Jakob og Mette, Plys, Lisbet og Hardy. Erik bróðir langömmu kom líka í heimsókn. Á mánudeginum fór Kristín og ég sakna hennar rosalega mikið. Bless Bless Freya