mandag den 7. september 2009

Fyrsta klippingin mín!







Á laugardaginn fór ég í fyrsta skipti í klippingu og gekk voða vel! Ég sat alveg róleg í 20 mínútur meðan Birna sprautaði vatni í hárið á mér og klippti og blés í lokinn.

Seinnipartinn á laugardaginn fóru mamma, Sunneva og ég í heimsókn út í Lille Vorde þar sem Dóra og René eiga heima og ég lék við Evu alveg til kl. hálf 11 um kvöldið en þá fórum við heim af því ég var orðinn svo þreytt og steinsofnaði um leið og ég kom heim.
Pabbi hann var í Árósum á laugardaginn að horfa á fótbolta með vinum sínum.
Allir biðja að heilsa....bless Freya




4 kommentarer:

Anonym sagde ...

Mikið ertu sæt og fín Freya mín:)knús frá Bríeti.

Anonym sagde ...

ógurlega ertu fín Freyurósin mín. Kristín frænka

Anonym sagde ...

að sjálfsögðu sast þú stillt og prúð í klippingu eins og þú átt ættir til:) algjör prinsessa
kv. Málfríður frænka

Netfrænkan sagde ...

Hva ég var búin að kommenta en það er bara horfið!! Rosalega ertu dugleg og flott um hárið :D knús frá Guðlaugu frænku xxx