mandag den 27. oktober 2008

Mamma og pabbi eru letihaugar!


Hæ öll sömul!

Mamma og pabbi eru ekki búin að vera sérlega dugleg að hjálpa mér að skrifa á bloggið mittt. Nætum því komin heill mánuður síðan síðast. Það er ekki einu sinni búið að taka myndir af mér síðan á ættarmótinu í september. Frekar lélegt hjá þeim.  S.l. mánuð er Jakob frændi búin að koma oft í heimsókn og passa mig nokkrum sinnum. Hann er svo skemmtilegur, því hann leikur alltaf svo mikið við mig. En nú er farin í langt ferðalag og kemur ekki heim fyrr en í febrúar og kannski seinna. Í gær fórum við til langömmu í heimsókn og ég borðaði fullt af kjöti, kartöflum og sósu og finnst mér maturinn alltaf bragðast betur á annarra manna diskum. 
Myndirnar eru frá því í Árósum þar sem ég er að stelast til þess að hringja og í sófanum heima í nýju fötunum mínum. 
Dagmamman mín er að fara flytja þannig að ég byrja hjá nýrri dagmömmu þann 15. nóv. og hlakka ég til því ég er búin að prófa að vera hjá henni og það er gaman. Þar er líka íslenskur strákur sem heitir Ísak.  Jæja þá segi ég bless í bili og ætla kvarta yfir myndaleysi hjá foreldrum mínum. Sakna ykkar, bless bless Freya!

P.s. far hjælper mig senere (forhåbentlig snart) med at skrive på dansk. 

5 kommentarer:

Anonym sagde ...

Mikið ertu sæt og fín í nýja dressinu :)
kv. Bríet

Anonym sagde ...

Kære Freya

Det var dejligt at se de nye billeder. Jeg har også prøvet at læse, og jeg kunne godt forstå noget af det, du har lavet, selv om det er mor, der har hjulpet dig med at skrive.

Vi ses. Kærlig hilsen farmor

Anonym sagde ...

Algjör pæja!!

nússar frá eyjum.

Anonym sagde ...

þú verður ekki lengi að vefja öllum um fingur þér í nýju gæslunni:)
Svo fer að koma afmæli, er ekki einhver einhver óskalisti fyrir það.
Kv. Málfríður frænka

Netfrænkan sagde ...

En spennandi að fá nýja dagmömmu :)
Þú ert voða fín og sæt í nýju fötunum þínum.
knús frá Guðlaugu frænku